Tveir á ofsahraða á Brautinni
Tveir ökumenn voru á mikilli hraðferð á Reykjanesbraut í nótt. Annar var mældur á 151 km þar sem hámarkshraði er 90 km. og hinn var mældur á 127 km þar sem hámarkshraði er 70 km. Geta báðir aðilar átt von á 50.000 kr. sekt. og sviptingu ökuréttar í einn mánuð. Að auki fá þeir 4 punkta í ökuferlisskrá. Þá var einn ökumaður stöðvaður þar sem ökuskírteinið hans rann úr gildi fyrir næstum ári síðan, annar fyrir hraðakstur á Njarðarbraut og sá þriðji fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn.






