Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tveimur mönnum bjargað úr bíl í sjó við Keflavíkurhöfn
Mánudagur 21. febrúar 2022 kl. 21:23

Tveimur mönnum bjargað úr bíl í sjó við Keflavíkurhöfn

Tveimur mönnum var rétt í þessu bjargað úr bíl sem var umflotinn sjó við Keflavíkurhöfn. Mikill sjógangur er núna við höfnina og hefur myndast lón við gömlu saltgeymsluna við höfnina. Bílnum var ekið út í lónið og þar sátu mennirnir fastir umflotnir sjó þar til björgunarlið kom þeim til hjálpar.

Mennirnir munu vera óslasaðir en blautir og kaldir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndirnar voru teknar á vettvangi við höfnina nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi