Tveggja tíma rafmagnsleysi vegna eldinga
— Eldingar gerðu Suðurnesjalínu 1 óvirka.
Stærstur hluti Suðurnesjamanna varð að sætta sig við rúmlega tvær klukkustundir án rafmagns í kvöld. Rafmagnið fór af um kl. 21 en var ekki komið inn á öllum Suðurnesjum fyrr en rúmum tveimur klukkustundum síðar.
Rafmagninu sló út vegna eldinga en auk Suðurnesja þá urðu Hafnarfjörður og Garðabær einnig án rafmagns.
Eldingum laust niður í Suðurnesjalínu 1 sem er eina raforkutenging Suðurnesja við landsnetið. Veðurstofa Íslands er með veðursjá á Miðnesheiði og náði hún að teikna athyglisverða „orma“ eða línur eldinga kl. 20:40 í kvöld. Skömmu síðar varð veðursjáin rafmagnslaus vegna eldingaveðursins.
Talsverðan tíma tók að koma rafmagninu á að nýju en það var ekki fyrr en á ellefta tímanum sem tókst á koma rafmagni á Grindavík, Voga, Innri-Njarðvík, Ásbrú og Hafnir.
Klukkustund síðar kom svo rafmagnið á í Ytri-Njarðvík, Keflavík, Sandgerði og Vogum.