Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveggja kílómetra breiður sigdalur í vesturhluta Grindavíkurbæjar
Vegagerðin birti þessar myndir um helgina sem sýna skemmdir á Austurvegi á móts við Grindavíkurkirkju og íþróttahúsið.
Mánudagur 13. nóvember 2023 kl. 14:18

Tveggja kílómetra breiður sigdalur í vesturhluta Grindavíkurbæjar

Sigdalurinn yfir innskotinu er mest um einn til tveir kílómetrar á breidd í vesturhluta Grindavíkurbæjar og innan hans hefur landspildan sigið um einn metra. Þetta segir Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands í færslu á Facebook.

Skjálftavirkni hefur nú verið stöðug í um tvo sólarhringa á umbrotasvæðinu við Grindavík. Skjálftavirknin er mest milli Sundhnjúka og Grindavíkur á 2-5 km dýpi, segir jafnframt í færslunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hægt hefur á hraða aflögunar og er það talið til marks um minnkandi flæði kviku inn í ganginn. Gliðnun yfir innskotinu mælist mest við Sundhnjúka. Líkur á eldgosi eru enn taldar óbreyttar.

Mælingar jarðvísindamanna í Grindavík á sunnudag staðfesta að sigdalur hafi myndast þvert í gegnum bæinn. Sigdalurinn hefur myndast við þá gliðnun sem kvikuinnskotið um helgina hefur valdið. Innan sigdalsins hefur land sigið um einn metra og staðfestir þetta að kvika liggur örgrunnt undir bænum.