Tveggja ára sleðaeigandi saknar Stiga sleðans síns
Um síðustu helgi var nýjum Stiga sleða með stýri stolið fyrir utan Hringbraut 69 og saknar eigandinn, 2 ára gamall strákur sleðans síns. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru hvattir til að hringja í síma 896-5531. Sleðaeigandinn ungi vonar að sleðanum verði skilað og að málin verði útkljáð í mesta bróðerni og að engir eftirmálar verði. Ungi sleðaeigandinn telur að einhver hafi tekið sleðann í misgripum.