Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tveggja ára skilorð fyrir margvísleg brot
Fimmtudagur 26. mars 2009 kl. 11:07

Tveggja ára skilorð fyrir margvísleg brot


Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 23 ára gamlan karlmann í Reykjanesbæ í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára og sviptingu ökuréttar í fjögur ár  fyrir margvísleg brot, s.s. umferðarlagabrot, þjófnað, nytjastuld og fíkniefnabrot. Ákærðan var þríþætt í átta liðum en dómurinn tók tillit til þess að viðkomandi hefur tekið á sínum málum, farið í meðferð og staðið sig vel í vinnu eftir að brotin voru framin.

Í ákærunni er manninum m.a. gefið að sök að hafa undir áhrifum fíkniefna ítrekað ekið bifreið. Í eitt skiptið var hann undir áhrifum á stolinni bifreið. Þá var hann kærður fyrir tvo innbrot og að hafa fíkniefni undir höndum. Brotin voru framnin á árunum 2007 – 2008.

Auk áðurnefndrar refsingar þarf maðurinn að greiða 480 þúsund krónur í sakarkostnað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024