Tveggja ára barn laust í bíl hjá beltislausum bílstjóra

Ökumaður bifreiðar var stöðvaður fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt. Kom þá í ljós að barn fætt 2005 var í barnabílstól í aftursæti bifreiðarinnar og var það ekki heldur spennt í bílbelti.
Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í Reykjanesbæ í dag.