Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvær vikur og 34.000 jarðskjálftar
„Við viljum reyndar taka fram að ekki er búið að fara yfir staðsetningar allra skjálftanna á þessari annars nokkuð listhneigðu mynd,“ segir Veðurstofan í færslu við þessa mynd.
Miðvikudagur 10. mars 2021 kl. 11:03

Tvær vikur og 34.000 jarðskjálftar

Í dag eru tvær vikur liðnar frá því öflug skjálftahrina hófst á Reykjanesskaga, hrina sem stendur enn. Hún hófst með jarðskjálfa upp á M5,7 rétt rúmlega tíu að morgni 24. febrúar. Síðan þá hafa um 34.000 skjálftar mælst á Reykjanesskaganum.

Samkvæmt Sjálfta-Lísu á vef Veðurstofu Íslands hafa orðið 421 skjálfti á Reykjanesskaganum á þessu tímabili sem hafa mælst M3,0 eða stærri. Sömu gögn sýna að skjálftar yfir M4,0 eru 47 talsins og skjálftar sem eru M5,0 eða stærri eru sex talsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrir réttri viku síðan varð einnig vart við fyrsta óróapúlsinn og þá varð fyrst möguleiki á að gos myndi ná upp til yfirborðs á svæði milli Keilis og Fagradalsfjalls. Þar er Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun sem rann fyrir um 9000 árum síðan. Á síðustu viku hefur þrisvar sinnum orðið vart við þennan óróapúls en kvikugangur hefur myndast milli fjallanna tveggja sem nefnd eru hér að framan og nú er líklegast að gjósi í syðri enda þessa kvikugangs. Kvikan var í gær sögð komin upp á um eins kílómetra dýpi þar þarf lítið til að hún brjóti sér leið upp á yfirborð með eldgosi. Það myndi ekki ógna byggð að því vísindamenn segja.

Á vef Veðurstofu Íslands segir:

Í dag fór heildarfjöldi skjálfta yfir 34.000 í þeirri hrinu sem hófst á Reykjanesskaga fyrir um tveimur vikum. Þetta eru fleiri skjálftar en mældust á svæðinu allt árið 2020 sem þó einkenndist af óvenju mikilli skjálftavirkni. Til samanburðar mældust um 3.400 skjálftar árið 2019 á Reykjanesskaganum og ef horft er aftur til áranna 2019-2014 er fjöldi skjálfta á bilinu 1.000-3.000 á ári. Við viljum reyndar taka fram að ekki er búið að fara yfir staðsetningar allra skjálftanna á þessari annars nokkuð listhneigðu mynd.