Tvær varaaflstöðvar komnar til Grindavíkur
Tvær varaaflstöðvar Landsnets eru komnar til Grindavíkur og nú hefur þeim verið komið fyrir á sérstökum plönum sem hafa verið útbúin við dreifistöðvar í bænum.
Landsnet geta útvegað sex til sjö svona varaaflstöðvar sem verður komið fyrir í Grindavík en þær eiga að geta framleitt nauðsynlega orku fyrir íbúa Grindavíkur ef ekki berst raforka til bæjarins frá orkuverinu í Svartsegi.