Tvær slösuðust en barnið slapp
Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning þess efnis að á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja væru staddar þrjár ungar konur með kornabarn og að þær væru slasaðar eftir umferðarslys. Í ljós kom að tvær kvennanna höfðu verið farþegar í bíl, ásamt kornabarninu, en sú þriðja keyrt. Þegar bifreiðin var stöðvuð á rauðu ljósi var annarri bifreið ekið aftan á hana með þeim afleiðingum að farþegarnir tveir kenndu eymsla. Konurnar fóru rakleiðis á Heilbrigðisstofnun til að leita sér aðhlynningar og var önnur þeirra flutt til Reykjavíkur til frekari skoðunar. Ungabarnið var í barnastól og slapp það ómeitt.