Tvær „penthouse“ íbúðir með ægifögru útsýni
Eins og íbúar Reykjanesbæjar hafa tekið eftir er verið að byggja feykimikið hús við Framnesveg. Þar er á ferðinni fjölbýlishús með 22 íbúðum, þar af tvær „penthouse“. Það er Húsanes hf sem byggir húsið en íbúðirnar eru til sölu hjá Eignamiðlun Suðurnesja.Sigurður Ragnarsson hjá Eignamiðlun sagði að við hönnun á húsinu hefðu ýmsir þættir verið teknir til hliðsjónar, til dæmis eru ekki íbúðir á fyrstu hæðinni heldur geymslur og því ekkert götuónæði. Eins er ekki bílakjallari eins og oft er í fjölbýlishúsum, heldur er byggt sérstakt bílahús við hlið íbúðablokkarinnar og því ekkert ónæði af bílum fyrir íbúa hússins.
Markhópurinn fyrir íbúðirnar er fólk sem kýs búa í viðhaldsléttu og þægilegu húsnæði. Íbúðirnar eru seldar á frjálsum markaði og eru ekki fyrir einhvern sértakan aldurshóp. Það er sér hljóðeinangrað á milli hæða með plötum og ekkert hús er með annað eins útsýni af efstu hæðunum hérna á Suðurnesjum. Húsið er átta hæða lyftuhús og íbúðirnar eru tveggja til fjögurra herbergja auk þessara tveggja íbúða á efstu hæðinni og er stærri íbúðin 190 fm. Öll sameign verður fullfrágegnin, lóð verður sléttuð og tyrfð, gangstéttir verða hellulagðar með hitalögn í stéttum fyrir framan anddyri. Það telst einnig til nýjunga í þessu glæsilega fjölbýlishúsi að sjónvarpsdyrasími fylgir hverri íbúð.
Markhópurinn fyrir íbúðirnar er fólk sem kýs búa í viðhaldsléttu og þægilegu húsnæði. Íbúðirnar eru seldar á frjálsum markaði og eru ekki fyrir einhvern sértakan aldurshóp. Það er sér hljóðeinangrað á milli hæða með plötum og ekkert hús er með annað eins útsýni af efstu hæðunum hérna á Suðurnesjum. Húsið er átta hæða lyftuhús og íbúðirnar eru tveggja til fjögurra herbergja auk þessara tveggja íbúða á efstu hæðinni og er stærri íbúðin 190 fm. Öll sameign verður fullfrágegnin, lóð verður sléttuð og tyrfð, gangstéttir verða hellulagðar með hitalögn í stéttum fyrir framan anddyri. Það telst einnig til nýjunga í þessu glæsilega fjölbýlishúsi að sjónvarpsdyrasími fylgir hverri íbúð.