Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvær nýjar rýmingaleiðir undirbúnar í Grindavík
Fimmtudagur 9. nóvember 2023 kl. 14:10

Tvær nýjar rýmingaleiðir undirbúnar í Grindavík

Unnið er að því að fjölga rýmingaleiðum úr Grindavík úr þremur í fimm. Til viðbótar við Grindavíkurveg, Bótina (Sjávarbraut) og Suðurstrandaveg er nú unnið að því að bæta við tveimur leiðum innan bæjarins út á Nesveg til að létta á umferð ef til rýmingar kemur. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar.

Önnur leiðin er beint út frá Ásabraut og hin út frá mótum Efstahrauns og Baðsvalla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir eru teknar af svæðinu við Baðsvelli í dag. Rýmingarleiðirnar eru í samræmi við Aðalskipulag Grindavíkurbæjar. 

Uppfærðar rýmingaráætlanir verða bornar í hús fljótlega og koma á vefinn um leið og þær eru klárar.