Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvær milljónir fyrir göngutúr norður í land
Laugardagur 22. ágúst 2015 kl. 14:14

Tvær milljónir fyrir göngutúr norður í land

- Sigvaldi Arnar gekk frá Keflavík til Hofsóss og safnaði fjárframlögum

Sigvaldi Arnar Lárusson hefur afrekað að safna yfir tveimur milljónum króna fyrir Umhyggju, sem er félag til stuðnings langveikum börnum. Sigvaldi fór gangandi fyrr í sumar frá Keflavík til Hofsóss fyrir málstaðinn.

Þó svo gangan sé afstaðin fyrir þó nokkru síðan þá hefur söfnunin haldið áfram eða þar til um nýliðna helgi. Þá var settur endapunktur. Aðeins vantaði nokkra þúsundkalla upp á að tveggja milljóna markinu væri náð þegar Sigvaldi boðaði sitt helsta aðstoðar- og stuðningsfólk í lokahóf til að fagna árangrinum. Þar opnaði fólk hins vegar veskin og upphæðin fór í tvær milljónir og 17 þúsund krónum betur.
Söfnunarféð verður afhent Umhyggju í þessari viku. 150.000 krónur af upphæðinni fóru þó í sérstakt verkefni á Suðurnesjum. Einstaklingur gaf þá upphæð til verkefnisins en setti fram þá ósk að fjármununum yrði varið á Suðurnesjum.

„Ég ákvað því að hafa samband við Rut Þorsteinsdóttur og Chad Keilen en þau eiga tvær langveikar stelpur, þær Helenu og Emilíu,“ segir Sigvaldi Arnar um hvernig þeim peningum var varið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024