Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 21. ágúst 2001 kl. 15:28

Tvær líkamsárásir um helgina

Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu um helgina, önnur í Sandgerði milli 16 ára unglingpilta, annar sagði hinn hafa ráðist á sig, slegið sig í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Hin líkamsárásin átti sér stað á Næturklúbbnum Strikinu, Grófinni 8, Keflavík.
Tilkynnt um að drengur á reiðhjóli hefði lent fyrir bíl við Fífumóa í Njarðvík sl. mánudag. Drengurinn sem er sjö ára gamall, hjólaði í veg fyrir bíl og kastaðist í götuna. Hann var fluttur á Heilsugæslustöð Suðurnesja og fékk að fara heim að skoðun lokinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024