Tvær líkamsárásir tilkynntar lögreglu í nótt
Lögreglan í Keflavík handtók þrjá einstaklinga á skemmtistöðum Reykjanesbæjar í nótt vegna ölvunar og óláta og gisti einn fangageymslu lögreglu. Einnig voru tvær líkamsárásir tilkynntar, önnur á skemmtistað við Hafnargötu þar sem stúlka var slegin af annarri stúlku inni á salerni staðarins. Í átökum stúlknanna brotnaði klósett. Í Stapa tilkynnti maður að stúlka hefði hent glasi í andlit hans og var hann með sýnilega áverka.