Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvær kannabisræktanir stöðvaðar
Þriðjudagur 24. febrúar 2015 kl. 09:10

Tvær kannabisræktanir stöðvaðar

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvær kannabisræktanir í fyrrinótt. Lagði megna kannabislykt frá húsnæðinu sem þær voru í. Lögreglumenn knúðu því dyra og fengu heimild til leitar. Í umræddu húsnæði reyndist ekki vera ein kannabisræktun heldur tvær, sem tveir einstaklingar játuðu aðild sína að. Málið telst því upplýst.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024