Tvær herþotur þurftu að neyðarlenda í Keflavík
Flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll var virkjuð tvisvar á óvissustigi í vikunni. Í öðru tilvikinu var um að ræða flugvél, með tveimur mönnum innan borðs, sem þurfti að lenda þar sem komið hafði upp eldsneytisleki í henni. Vélinni var lent heilu og höldnu.
Í hinu tilvikinu komu tvær F-15 orrustuþotur inn til lendingar. Einn maður var um borð í hvorri vél og áttu þeir í vandræðum með siglingartæki vélanna. Lending beggja heppnaðist vel.