Tvær flugvélar lentu með veika farþega
Tvær flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega um borð. Önnur þeirra, frá Turkis Airlines, var á leið frá Istanbul í Tyrklandi til Los Angeles í Bandaríkjunum, þegar farþegi veiktist. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar og aðhlynningar.
Hin vélin, frá Brithis Airways, var á leið frá Bahama til London þegar farþegi um borð í henni veiktist. Hann var einnig fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja