Tvær bílveltur á Reykjanesbraut um helgina
Aðfaranótt sunnudags voru tvær bílveltur á Reykjanesbraut en engin meiðsli urðu á fólki. Aðra bifreiðina þurfti að fjarlægja með dráttarbifreið en hin var ökufær eftir að henni var velt yfir á hjólin. Á föstudag varð minniháttar árekstur á mótum Faxabrautar og Sólvallagötu í Keflavík. Töluvert var um kærur vegna umferðarlagabrota og m.a. var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg á 102 km. hraða þar sem hámarkshraði er 70 km.
Dagbók Lögreglunnar í Keflavík
Föstudagurinn 21. mars 2003.
Kl. 09:24 kom danskur ferðamaður á lögreglustöðina og tilkynnti að hann hafi orðið fyrir því að tapa gsm símanum sínum utan við verslunina 10-11 á Hafnargötu í Keflavík sl. miðvikudag. Síminn er af gerðinni Nokia 3310. Rauð framhlið er á símanum.
Kl. 14:19 var tilkynnt um árekstur á gatnamótum Faxabrautar og Sólvallagötu í Keflavík. Um var að ræða minniháttar árekstur tveggja bifreiða.
Kl. 15:09 var tilkynnt um þjófnað á Pioneer geislaspilara úr svarti Toyota 4Runner bifreið. Þjófnaðurinn átti sér stað um sl. helgi utan við verkstæði á Njarðarbraut í Njarðvík.
Fjórir ökumenn voru kærðir í dag fyrir ólöglega lagningu bifr. sinna. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn. Eigendur tveggja bifreiða voru kærðir fyrir vanrækslu á skoðun, annar fyrir aðalskoðun en hinn fyrir endurskoðun.
Laugardagurinn 22. mars 2003.
Kl. 03.11 var tilkynnt að ölvaður maður hafi slegið í gegnum rúðu á Ránni. Hann hlaut minniháttar meiðsl og þurfti ekki að leita til læknis.
Kl. 03.34 var tilkynnt um eld að Faxabraut 26, Keflavík og fóru slökkvilið og lögregla á staðinn. Var mikill reykur og nokkur eldur inni í íbúð á efri hæð. Hjón sem búa í íbúðinni voru sofandi en vöknuðu við sprengingu og kom síðar í ljós að kviknað hafði í sjónvarpstæki í stofu. Náðu þau að forða sér út. Var maðurinn lagður inn á sjúkrahús þar sem hann hafði hlotið snert af reykeitrun. Konan slapp ómeidd og aðrir íbúar hússins voru ekki í hættu. Náði slökkviliðið strax tökum á eldinum og gekk greiðlega að slökkva.
Þrír ökumenn voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur, hafði einn þeirra einnig verið sviptur ökuleyfi og annar ekki öðlast ökuleyfi vegna ungs aldurs. Einn var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot, einn fyrir ranga notkun ljósa og tveir vegna vöntunar á ökuskírteini.
Fimmtán ára stúlka var stöðvuð af dyravörðum í Stapa þar sem hún reyndi að komast inn með því að framvísa ökuskírteini annars aðila. Hún var færð á lögreglustöð þar sem móðir hennar sótti hana.
Sunnudagurinn 23. mars 2003.
Kl. 03:10 var óskað eftir sjúkrabifreið og lögreglu að húsi í Sandgerði þar sem samkvæmi stóð yfir. Mikil ölvun var þar og einhver slagsmál orðið og í kjölfar þeirra hafði einn samkvæmisgesta dottið. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun og síðan á Háskólasjúkrahúsið í Fossvogi en hann var talinn mjaðmagrindarbrotinn.
Tvær bílveltur voru á Reykjanesbraut aðfaranótt sunnudags en engin meiðsli á fólki. Aðra bifreiðina þurfti að fjarlægja með dráttarbifreið en hin var ökufær eftir að henni var velt yfir á hjólin.
Þrír aðilar voru kærðir fyrir of hraðan akstur, tveir á Grindavíkurvegi og einn á Garðvegi.
Einn aðili gisti fangageymslu en hann var handtekinn eftir að honum hafði lent saman við samferðafólk sitt í rútu í Grindavík. Hann var mikið ölvaður og æstur og við handtöku sparkaði hann í lögreglubifreiðina og dældaði afturhurð hennar.
Kl. 09:08 var tilkynnt um innbrot í hesthús á Vogastapa ofan við Innri-Njarðvík. Rafmagnsbrýni var stolið.
Einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg þar sem hámarkshraði er 70km. Mældur hraði var 102km. Ein kæra vegna vanrækslu á að færa bifreið til endurskoðunar.
Dagbók Lögreglunnar í Keflavík
Föstudagurinn 21. mars 2003.
Kl. 09:24 kom danskur ferðamaður á lögreglustöðina og tilkynnti að hann hafi orðið fyrir því að tapa gsm símanum sínum utan við verslunina 10-11 á Hafnargötu í Keflavík sl. miðvikudag. Síminn er af gerðinni Nokia 3310. Rauð framhlið er á símanum.
Kl. 14:19 var tilkynnt um árekstur á gatnamótum Faxabrautar og Sólvallagötu í Keflavík. Um var að ræða minniháttar árekstur tveggja bifreiða.
Kl. 15:09 var tilkynnt um þjófnað á Pioneer geislaspilara úr svarti Toyota 4Runner bifreið. Þjófnaðurinn átti sér stað um sl. helgi utan við verkstæði á Njarðarbraut í Njarðvík.
Fjórir ökumenn voru kærðir í dag fyrir ólöglega lagningu bifr. sinna. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn. Eigendur tveggja bifreiða voru kærðir fyrir vanrækslu á skoðun, annar fyrir aðalskoðun en hinn fyrir endurskoðun.
Laugardagurinn 22. mars 2003.
Kl. 03.11 var tilkynnt að ölvaður maður hafi slegið í gegnum rúðu á Ránni. Hann hlaut minniháttar meiðsl og þurfti ekki að leita til læknis.
Kl. 03.34 var tilkynnt um eld að Faxabraut 26, Keflavík og fóru slökkvilið og lögregla á staðinn. Var mikill reykur og nokkur eldur inni í íbúð á efri hæð. Hjón sem búa í íbúðinni voru sofandi en vöknuðu við sprengingu og kom síðar í ljós að kviknað hafði í sjónvarpstæki í stofu. Náðu þau að forða sér út. Var maðurinn lagður inn á sjúkrahús þar sem hann hafði hlotið snert af reykeitrun. Konan slapp ómeidd og aðrir íbúar hússins voru ekki í hættu. Náði slökkviliðið strax tökum á eldinum og gekk greiðlega að slökkva.
Þrír ökumenn voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur, hafði einn þeirra einnig verið sviptur ökuleyfi og annar ekki öðlast ökuleyfi vegna ungs aldurs. Einn var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot, einn fyrir ranga notkun ljósa og tveir vegna vöntunar á ökuskírteini.
Fimmtán ára stúlka var stöðvuð af dyravörðum í Stapa þar sem hún reyndi að komast inn með því að framvísa ökuskírteini annars aðila. Hún var færð á lögreglustöð þar sem móðir hennar sótti hana.
Sunnudagurinn 23. mars 2003.
Kl. 03:10 var óskað eftir sjúkrabifreið og lögreglu að húsi í Sandgerði þar sem samkvæmi stóð yfir. Mikil ölvun var þar og einhver slagsmál orðið og í kjölfar þeirra hafði einn samkvæmisgesta dottið. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun og síðan á Háskólasjúkrahúsið í Fossvogi en hann var talinn mjaðmagrindarbrotinn.
Tvær bílveltur voru á Reykjanesbraut aðfaranótt sunnudags en engin meiðsli á fólki. Aðra bifreiðina þurfti að fjarlægja með dráttarbifreið en hin var ökufær eftir að henni var velt yfir á hjólin.
Þrír aðilar voru kærðir fyrir of hraðan akstur, tveir á Grindavíkurvegi og einn á Garðvegi.
Einn aðili gisti fangageymslu en hann var handtekinn eftir að honum hafði lent saman við samferðafólk sitt í rútu í Grindavík. Hann var mikið ölvaður og æstur og við handtöku sparkaði hann í lögreglubifreiðina og dældaði afturhurð hennar.
Kl. 09:08 var tilkynnt um innbrot í hesthús á Vogastapa ofan við Innri-Njarðvík. Rafmagnsbrýni var stolið.
Einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg þar sem hámarkshraði er 70km. Mældur hraði var 102km. Ein kæra vegna vanrækslu á að færa bifreið til endurskoðunar.