Tvær bílveltur á Grindavíkurvegi
Tvær bílveltur og einn útafakstur var á Grindavíkurvegi við Seltjörn í morgun en mikil hálka var á veginum. Engin slys urðu á fólki en bifreiðarnar sem ultu voru fjarlægðar með dráttarbifreið. Bifreiðin sem fór útaf án þess að velta var jeppabifreið og kom ökumaður henni upp á veginn aftur.
Eitt umferðaróhapp varð í Keflavík er bifreið var ekið á gangbrautarmerki við Vesturgötu 13. Nokkurt tjón varð á bifreiðinni og merkinu.
Eitt umferðaróhapp varð í Keflavík er bifreið var ekið á gangbrautarmerki við Vesturgötu 13. Nokkurt tjón varð á bifreiðinni og merkinu.