Tvær bílveltur á Garðskagavegi
Tvær bílveltur urðu í nótt á Garðskagavegi sem er þjóðvegurinn á milli Garðs og Sandgerðis. Ekki liggur fyrir hver var ástæða bílveltanna en ekki var greinanleg hálka á veginum. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur í umdæmi Keflavíkurlögreglunnar í nótt.Tveir menn gistu fangageymslur í nótt vegna ölvunar og óspekta á almannafæri. Annað var ekki fréttnæmt á næturvaktinni að sögn Sigurðar Bergmann lögregluvarðstjóra.