TVÆR BÍLVELTUR
Tvær bílveltur urðu á Suðurnesjum í liðinni viku. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Grindavíkurvegi, rétt sunnan við Þorbjörn. Hann fór eina veltu en slapp ómeiddur. Þegar slysið átti sér stað rigndi mikið og skyggni var lélegt. Önnur bílvelta varð á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara s.l. laugardag. Sá ökumaður missti einnig stjórn á bílnum og fór nokkrar veltur. Tvennt var í bílnum og voru þau flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem þau gengust undir læknisskoðun.