Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Miðvikudagur 17. nóvember 1999 kl. 23:09

TVÆR BÍLVELTUR

Tvær bílveltur urðu á Suðurnesjum í liðinni viku. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Grindavíkurvegi, rétt sunnan við Þorbjörn. Hann fór eina veltu en slapp ómeiddur. Þegar slysið átti sér stað rigndi mikið og skyggni var lélegt. Önnur bílvelta varð á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara s.l. laugardag. Sá ökumaður missti einnig stjórn á bílnum og fór nokkrar veltur. Tvennt var í bílnum og voru þau flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem þau gengust undir læknisskoðun.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25