Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Tvær alvarlegar líkamsárásir í Reykjanesbæ
Mynd frá vettvangi við Center.
Mánudagur 12. ágúst 2013 kl. 10:06

Tvær alvarlegar líkamsárásir í Reykjanesbæ

Tvær líkamsáráris voru tilkynntar til lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina en báðar áttu þær sér stað í Reykjanesbæ. Aðfararnótt sunnudags átti sér stað alvarleg líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Center við Hafnargötu. Þar réðst maður að öðrum með þeim afleiðingum að fórnarlambið lá í jörðinni óvígur á eftir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var árásaraðilinn handtekinn og hann yfirheyrður. 

Önnur líkamsárás átti sér svo stað í heimahúsi þar sem þolandinn þurfti að leita sér læknisaðstoðar vegna höfuðáverka. Lögregla lítur málið alvarlegum augum en árásamaður var handtekinn og yfirheyrður.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25