Tuttugu ökmenn töluðu í síma án handfrjáls búnaðar
Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af fjórum ökumönnum sem reyndust vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Við öryggisleit fundust meint fíkniefni í úlpuvasa eins þeirra. Annar var með tvo poka af kannabisefnum í bifreið sinni.
Þá voru átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 133 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Nær tuttugu ökumenn töluðu í síma án handfrjáls búnaðar og sumir þeirra voru ekki með gild ökuréttindi. Loks lögðu rúmlega tíu bifreiðum sínum ólöglega og fimm voru ekki með öryggisbelti spennt.