Tuttugu og sex metrar á sekúndu í Garði
Samkvæmt veðurathugun Veðurstofunnar núna klukkan kl. 10 mældist vindhraði í Garði 26 mtr. á sekúndu. Á Keflavíkurflugvelli voru 24 mtr. á sekúndu klukkan 9. Vindhraði virðist hafa verið hvað mestur í Garði í morgun að dæma af upplýsingum frá sjálfvirkum veðurstöðvum Veðurstofu Íslands. Til samanburðar má geta þess að á Stórhöfða voru 29 mtr. á sekúndu.
Ekki er vitað um verulegt tjón af völdum veðurofsans enn sem komið er en björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa verið á ferðinni í morgun að hemja þakplötur og annað lauslegt sem farið hefur á stjá í vindinum.