Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tuttugu og fimm ný smit á Suðurnesjum í gær
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 16. nóvember 2021 kl. 10:05

Tuttugu og fimm ný smit á Suðurnesjum í gær

Alls greindust tuttugu og fimm kórónuveirusmit eftir sýnatöku hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja við Iðavelli í gær. Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu hjá HSS, segir þetta mesta fjölda sem hefur greinst á einum degi á Suðurnesjum frá því að faraldurinn hófst. Alls eru 127 einstaklingar í einangrun á Suðurnesjum með Covid-19. 266 eru í sóttkví. Alls greindust 206 einstaklingar innanlands í gær.

„Við hvetjum fólk til að gæta mjög vel að sóttvörnum, nota grímur og halda fjarlægð eins og mögulegt er,“ segir Andrea í samtali við Víkurfréttir nú í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024