Tuttugu og einn á Suðurnesjum í sóttkví
Alls eru 21 á Suðurnesjum í sóttkví en heildarfjöldinn á landinu er 720 einstaklingar, flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 616. Þetta kemur fram í skýrslu landlæknis í dag, 11.mars.
Þessir einstaklingar voru flestir á skíðasvæðum í Evrópu. Um síðustu helgi kom til dæmis hópur frá Salbach skíðasvæðinu í Austurríki. Haft var samband við hópinn eftir heimkomu en þegar hann lenti í Keflavík síðasta laugardag stóð ekki til að hann þyrfti að fara í sóttkví. Næsta laugardag mun rúmlega helmingur hópsins ljúka sóttkví en þar var hópur skíðafólks sem kom frá Ítalíu 29. Febrúar.