Tunglið tyllti sér á Reykjanesbrautina
Á þessari mynd frá því í morgun sést hve tungið var lágt á lofti og er engu líkara en að það hafi tyllt sér sem snöggvast á Reykjanesbrautina.
Ýmsar skýringar eru til á því hvers vegna tunglið virðist stundum vera stærra en venjulega. Ein sú að tunglið sé í raun nær jörðu þegar það er við sjóndeildarhringinn en í svokallaðri hvirfilstöðu, þ.e. hæsta punkti á himninum. Því virðist það stærra.
Önnur skýringin er sú að lofthjúpur jarðar virki eins og linsa sem stækkar tunglið.
Þriðja skýringin felst í skynjun okkar, þ.e. að þegar tunglið er lágt á lofti berum við það ósjálfrátt saman við hluti á jörðu niðri, t.d. mannvirki.
Allar þessar útskýringar eru hins vegar rangar og hér má lesa hvers vegna:
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2551
VFmynd/elg.