Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tunglfari heimsækir Keili
Góðir gestir í Keili.
Fimmtudagur 29. júní 2017 kl. 16:38

Tunglfari heimsækir Keili

- Æfði fyrir tunglför á Reykjanesi og fór í geimferðina með Apollo 16

Aðeins 12 einstaklingar hafa stigið fæti á tunglið. Einungis sex þeirra eru enn á lífi.  Meðal þeirra er Charlie Duke sem flaug til tunglsins með Apollo 16 geimfarinu. 
 
Hann leit í stutta heimsókn hjá Keili til að fræðast um uppbygginguna á Ásbrú.  Með í för var kona hans, Dorothy Duke og feðgarnir Örlygur Hnefill Jónsson ásamt nafna og syni. Þeir feðgar hafa byggt upp Geimfarasafnið á Húsavík en safnið nýtur stöðugt meiri áhuga – innanlands og erlendis.
 
„Við spurðum Charlie Duke hvað væri nú eftirminnilegast af þessari frægðarför til tunglsins. Þrennt stóð upp úr:  Upphafsskotið frá geimstöðinni þar sem geimfarinu 110 metra löngu, fylltu eldsneyti,  er skotið upp með tilheyrandi titringi og hávaða. Næst að sjá skömmu síðar hnöttinn í 24 km fjarlæg – ógleymanleg sjón. Þá var sjálf tunglendingin ævintýraleg og spennandi,“ segir Hjálmar Árnason hjá Keili sem tók á móti tunglfaranum.
 
Hjálmar segir einnig að tunglfarinn hafi einnig rifjað upp æfingar geimfaranna hér á Íslandi áður en þeim var skotið upp. Æfingar fóru fram á Reykjanesi og í kringum Öskju. Taldi Charlie þær æfingar hafa komið sér vel í förinni sjálfri
 
„Keilisfólki finnst mikill heiður af því að taka á móti svo tignum gesti, einum örfárra tunglafara,“ sagði Hjálmar við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024