Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Túngata 16 verðlaunagarðurinn í Sandgerði
Miðvikudagur 25. ágúst 2010 kl. 08:17

Túngata 16 verðlaunagarðurinn í Sandgerði


Umhverfisráð Sandgerðisbæjar hefur veitt árleg umhverfisverðlaun bæjarins. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum og voru viðbrögð mjög góð.  Niðurstaðan varð sú að Túngata 16 er verðlaunagarður ársins en eigandi hans er Sigurveig Sigurjónsdóttir.

Aðrar viðurkenningar sem Umhverfisráð veitti voru eftirtaldar:

Viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi húss og lóðar:
Hólagata 13.
Viðurkenning fyrir mikla uppbyggingu lóðar á stuttum tíma: Vallargata 28.
Viðurkenning fyrir áhuga og eljusemi í garðrækt: Vallargata 32.
Viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi í gegnum árin: Hólagata 7.
Viðurkenning fyrir endurbætur á eldra húsi og snyrtilegann garð: Bjarmaland 6.
Viðurkenning fyrir snyrtilega götu: Norðurtún.
Fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis: Shellskálinn.

Efsta mynd: Verðlaunin voru afhent við formlega athöfn í Vörðunni fyrir síðustu helgi. VFmynd/elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Túngata 16 í Sandgerði er verðlaunagarðurinn í ár. VFmynd/elg.

Hólagata 13 hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi húss og lóðar. VFmynd/elg.



Bjarmaland 6 hlaut viðurkenningu fyrir endurbætur á eldra húsi og snyrtilegann garð. VFmynd/elg.