Tundurdufl sprengt kl. 18
Landhelgisgæslan mun sprengja 300 kg. tundurdufl í námunum í Stapafelli kl. 18. Þar sem lágskýjað er og vindátt stendur af Stapafelli og á Reykjanesbæ, þá mega bæjarbúar í Reykjanesbæ eiga von á því að heyra hraustlegan hvell þegar sprengiefnið verður sprengt.
Síðast þegar Landhelgisgæslan sprengdi dufl af þessar stærðargráðu kom sprengingin fram á jarðskjálftamælum sem skjálfti upp á 2 á Richter.