Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tugþúsundir skoða video á vf.is
Laugardagur 23. janúar 2010 kl. 00:55

Tugþúsundir skoða video á vf.is

Lesendur Víkurfrétta á Netinu kunna svo sannarlega að meta lifandi myndir sem fréttamenn vf.is setja inn á vefinn. Ásókn í lifandi myndir hefur aukist á síðunni okkar og vinsælasta myndskeiðið þessa vikuna hefur verið skoðað af hátt í tveimur tugum þúsunda áhorfenda. Það eru myndir af eldingum yfir Reykjanesbæ en þegar ásóknin í þær myndir var hvað mest var smellt á myndbandið einu sinni á hverri sekúndu.


Aðrar fréttir sem innihalda video eru yfirleitt mest lesnu fréttir hvern dag sem er okkur hvatning að halda áfram á sömu braut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Á síðasta sólarhring vorum við með lifandi fréttamyndir af fjúkandi þaki á Ásbrú, umferðarslysi í óveðri á Grindavíkurvegi og frá komu íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar til landsins eftir verkefni sín á Haiti. Allt voru þetta fréttir sem fengu mikið áhorf.


Við hvetjum lesendur vf.is til að standa með okkur vaktina og koma til okkar ábendingum um fréttir sem geta ratað inn á vf.is í máli og myndum og jafnvel lifandi myndum ef okkur sýnist svo.


Fréttavakt Víkurfrétta allan sólarhringinn er í síma 898 2222.


Meðfylgjandi myndband sýnir eldingarnar yfir Reykjanesbæ sem vel á annan tug þúsunda hafa þegar skoðað.