Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tryggt verði að bygging álvers fari á fullt
Föstudagur 1. apríl 2011 kl. 18:26

Tryggt verði að bygging álvers fari á fullt

Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi [SAR] gera þá kröfu til ríkisstjórnar Íslands að hún taki undir kröfur samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins um að tryggt verði að bygging álvers í Helguvík fari á fullt. SAR krefur ríkisstjórnina um pólitíska lausn sem m.a. gæti falið í sér ákvörðun um að Landsvirkjun komi strax að málum.


Á Reykjanesi ríkir mesta atvinnuleysi á landinu. Það er skýlaus krafa SAR að þetta mál verði leist strax svo fyrirtæki og fjölskyldur á Reykjanesi sjái til sólar og þúsundir fái atvinnu. Í fjárfestingarsamningi vegna byggingar álvers í Helguvík segir; „ríkisstjórnin skal svo fjótt sem unnt er gera það sem í hennar valdi stendur til að hjálpa verkefninu“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við þetta verður ríkisstjórnin að standa,“ segir í áskorun Samtaka Atvinnurekenda á Reykjanesi.