Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tryggja fólki í brýnni þörf húsnæði í heimabyggð
Mánudagur 13. febrúar 2017 kl. 10:14

Tryggja fólki í brýnni þörf húsnæði í heimabyggð

— Sandgerðisbær leggur til 16% stofnframlag til bygginga íbúða fyrir fólk með fötlun

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur samþykkt samhljóða að leggja til 16% stofnframlag til bygginga íbúða fyrir fólk með fötlun í samræmi við samþykkt Íbúðalánasjóðs um stofnframlag sjóðsins til verkefnisins.
 
Bæjarráð Sandgerðis fagnar afgreiðslu Íbúðalánsjóðs á umsókn Landssamtakanna Þroskahjápar vegna byggingar almennra íbúða að Lækjamótum 61-65, Sandgerði og leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði 16% stofnframlag Sandgerðisbæjar til bygginga íbúða á Lækjamótum 61 til 65 sem taki mið af áætluðum byggingarkostnaði sbr. samþykkt Íbúðalánasjóðs dags. 30. desember 2016 um stofnframlög sjóðsins til verksins. 
 
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir lagði fram tillögu að eftirfarandi bókun vegna málsins. Var hún samþykkt samhljóða af bæjarstjórn. 
 
„Það er fagnaðarefni að þeim áfanga skuli hafa verið náð að unnt verði á þessu ári að ráðast í byggingu 5 íbúða fyrir fólk með fötlun að Lækjamótum 61-65 í Sandgerði. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar lýsir yfir þakklæti til Landssamtakanna Þroskahjálpar sem mun hafa veg og vanda að byggingu og rekstri íbúðanna í samstarfi við Sandgerðisbæ. Með þessu hefur náðst að tryggja fólki í brýnni þörf húsnæði í heimabyggð“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024