Tryggingar skoða prammann á morgun
Björgunarsveitarmenn úr Ægi í Garði og Sigurvon í Sandgerði komu pramma, sem dreginn var til hafnar í Sandgerði í dag, á þurrt nú síðdegis. Notast var við tröllvaxinn Ural björgunarbíl Ægis í Garði.
Pramminn fannst á reki úti fyrir Sandgerði, en hann hafði sokkið með dráttarbátnum Gamla lóðs fyrir jól. Þá var verið að draga prammann áleiðis til Þorlákshafnar, þar sem nota átti prammann við köfunarverkefni.
Fulltrúar tryggingafélags prammans eru væntanlegir til Sandgerðis á morgun til að meta ástand prammans. Hann var hálffullur af sjó þegar honum var bjargað í dag en nú síðdegis hefur verið unnið að því að dæla úr honum sjó. Pramminn er í forsjá björgunarsveitanna, sem náðu í hann í dag. Talsverð hætta stafaði af prammanum þar sem hann var á siglingaleið úti fyrir Sandgerði. Svona rekald getur hæglega valdið alvarlegu tjóni.
Myndin: Rússneski Ural-trukkurinn dregur prammann á land nú síðdegis. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Pramminn fannst á reki úti fyrir Sandgerði, en hann hafði sokkið með dráttarbátnum Gamla lóðs fyrir jól. Þá var verið að draga prammann áleiðis til Þorlákshafnar, þar sem nota átti prammann við köfunarverkefni.
Fulltrúar tryggingafélags prammans eru væntanlegir til Sandgerðis á morgun til að meta ástand prammans. Hann var hálffullur af sjó þegar honum var bjargað í dag en nú síðdegis hefur verið unnið að því að dæla úr honum sjó. Pramminn er í forsjá björgunarsveitanna, sem náðu í hann í dag. Talsverð hætta stafaði af prammanum þar sem hann var á siglingaleið úti fyrir Sandgerði. Svona rekald getur hæglega valdið alvarlegu tjóni.
Myndin: Rússneski Ural-trukkurinn dregur prammann á land nú síðdegis. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson