Tryggingafélag greiði allan sjúkrakostnað í kjölfar umferðarslyss
Nýverið féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli konu frá Reykjanesbæ sem slasaðist í umferðarslysi. Í dóminum var staðfest að vátryggingafélagi bæri að greiða allan sjúkrakostnað í kjölfar umferðarslyss. Vátryggingafélagið sem var greiðsluskylt vegna umferðarslyssins neitaði að greiða sjúkraþjálfunar- og lyfjakostnað sem féll til meira en þremur mánuðum eftir slysið, þ.e. eftir svokallaðan stöðugleikatímapunkt eða batahvörf.
Dómurinn er talinn afar mikilvægt fordæmi þess efnis að vátryggingafélögum og öðrum greiðsluskyldum aðilum ber að greiða allan sjúkrakostnað vegna slyss, þ.m.t. kostnað vegna sjúkraþjálfunar, t.d. vegna umferðar- og vinnuslysa. Það var lögfræðistofan Landslög í Reykjanesbæ sem sótti málið fyrir konuna.
Mynd: Frá umferðarslysi. Myndin tengist ekki því máli sem um er rætt í fréttinni.