Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Trump stoppaði ekki í Keflavík
Mánudagur 12. nóvember 2018 kl. 13:07

Trump stoppaði ekki í Keflavík

Það var tilkomumikil sjón að sjá bandarísku forsetaflugvélina, Air Force One, fljúga yfir Reykjanesbæ í hæstu hæðum nú í hádeginu. Donald Trump er að öllum líkindum um borð í vélinni sem er á heimleið til Bandaríkjanna eftir að hafa tekið þátt í minningarathöfn um lok fyrri heimstyrjaldarinnar í Evrópu um helgina.
 
Forsetavélin var fremst í hópi fimm þota sem þutu yfir Reykjanesskagann nú í hádeginu en fjórar herþotur fylgdu vélinni. Þar sem þetta eru hervélar þá koma ferðir þeirra ekki fram á Flightradar en ekkert farþegaflug var á þessum slóðum þegar myndirnar voru teknar.
 
Nú er heiðskírt yfir Reykjanesskaganum og ótrúlegt að forsetinn bandaríski hafi ekki viljað stoppa og njóta blíðunnar sem hér ríkir þessa stundina…
 
Það var ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, sem smellti myndunum á símamyndavél og þar með minntur á að vera ávallt með alvöru græjur við endina, því svona myndefni gerir ekki alltaf boð á undan sér :)

Uppfært: Því er mótmælt að þarna hafi bandaríska forsetavélin verið á ferð. Hún hafi flogið fyrir sunnan land á sunnudag. Því er hér komið á framfæri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024