Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Trukkar og tryllitæki í Hljómahöll
Föstudagur 8. apríl 2016 kl. 10:13

Trukkar og tryllitæki í Hljómahöll

Í gær lauk vetrarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var að þessu sinni í Hljómahöll. Meðfram ráðstefnunni fór fram sölusýning ýmissa tækja, smárra sem mjög stórra, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum en húsið var umkringt stórum vegagerðarvélum og tækjum af öllum stærðum og gerðum, sem voru bæði utan- og innanhús. Tækin hafa vafalaust vakið athygli bæjarbúa að undanförnu enda ekki á hverjum degi sem bílaplan Hljómahallar fyllist af tryllitækjum af þessari stærðargráðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024