Trjáræktarráðstefna í Njarðvík
Ráðstefna um skóg- og trjárækt við sjávarsíðuna verður haldin í Stapa 27. maí, á vegum Skógræktarfélags Suðurnesja og Skógræktarfélags Íslands og hefst hún kl. 9. Markhópur ráðstefnunnar fyrir hádegi eru sveitastjórnarmenn, garðyrkjustjórar og stjórnir skógræktarfélaganna. Eftir hádegi er hinn almenni skógræktarfélagsmaður og allur almenningur velkominn.Á meðal fyrirlesara eftir hádegi verða ekki ómerkari sérfræðingar en Björn Guðbrandur Jónsson sem ætlar að tala um nýtingu lífræns úrgangs, Auður Ottesen um garðrækt við sjávarsíðuna og Aðalsteinn Sigurgeirsson sem flytur pistil um heppilegar trjátegundir til ræktunar við sjávarsíðuna. Ráðstefnugestum gefst síðan færi á að koma með fyrirspurnir og taka þátt í umræðum.