Tregur afli hjá bátum í Grindavík
Rólegt var við Grindavíkurhöfn síðastliðna viku og aðeins var landað um 390 tonnum af fiski auk þess sem flutningaskipið Trinket lestaði 785 tonn af fiskimjöli.
Að sögn Sverris Vilbergssonar, hafnarstjóra, var afli dagróðrabáta með eindæmum lélegur í vikunni, en nokkrar landanir stórra línubáta ásamt sæmilegum afla hjá Sturlu og Þuríði Halldórsdóttur björguðu því sem bjargað var.
Að sögn Sverris Vilbergssonar, hafnarstjóra, var afli dagróðrabáta með eindæmum lélegur í vikunni, en nokkrar landanir stórra línubáta ásamt sæmilegum afla hjá Sturlu og Þuríði Halldórsdóttur björguðu því sem bjargað var.