Trédrumbur á miðri Reykjanesbraut valdur að tjóni
Síðdegis í gær barst lögreglunni í Keflavík tikynningar um að skemmdir heðfu orðið á hjólbörðum og hjólabúnaði tveggja fólksbifreiða sem ekið var á trédrumb sem lá á miðri Reykjanesbrautinni við Vogastapa. Trédrumburinn hafði líklega fallið af ökutæki sem var á leið til Reykjavíkur. Lögreglan biður þá sem geta veitt upplýsingar um ökutækið, sem drumburinn féll af, að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 420-2400.