Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tré rauð af berjum
Mánudagur 15. september 2003 kl. 22:41

Tré rauð af berjum

Tré í görðum á Suðurnesjum bera ríkulegan ávöxt þetta haustið og víða má sjá tré sem eru bókstaflega rauð af berjum. Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi mynd af myndarlegum berjaklösum á tré við Vesturgötuna í Keflavík í góða veðrinu í dag. Sultugerðarmeistari Víkurfrétta, sem árlega hefur glatt fréttastjórann og aðra starfsmenn blaðsins með heimatilbúinni sultu, sagði hins vegar að þau ber sem ljósmyndarinn fann í dag væru reyniber og þau væru ekki spennandi til sultugerðar. Uppskeran af sultuhæfum berjum hafi hins vegar verið til samræmis við reyniberjauppskeruna og því væri að vænta stórrar krukku af heimatilbúinni sultu á næstu dögum til að nota með sunnudagssteikinni í vetur.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024