Trampólíndagurinn í Grindavík á morgun
„Á morgun er sérstakur trampólín dagur hjá björgunarsveitinni Þorbirni en þá fær fólk tækifæri til þess að sjá trampólín í ýmsum stærðum og gerðum fjúkandi um plássið svona ef ekki er vel að gáð,“ segir í færslu á fésbókarsíðu björgunarsveitarinnar.
Að gefnu tilefni viljum við vara fólk við hvassviðri um og uppúr hádegi á morgun og hvetja fólk í leiðinni til þess að huga að lausamunum eins og garðhúsgögnum og grillum ... og trampólínum.