Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Trampolín og aðrir lausamunir fjúkandi um allan bæ
Föstudagur 24. október 2008 kl. 09:29

Trampolín og aðrir lausamunir fjúkandi um allan bæ



Mikið var um útköll hjá lögreglunni á Suðurnesjum gærkvöldi í nótt vegna hluta sem fuku um koll í óveðrinu. Þrátt fyrir aðvaranir veðurstofu og almannavarna og fréttaflutning af björgunarsveitum í viðbragsstöðu virtust margir ekki hafa rænu á því að gera ráðstafanir með lausa muni. Það er t.d. orðinn fastur liður þegar hreyfir vind að trampolín fjúki af stað og var engin undantekning á því nú. Ásamt fjúkandi trampólínum fóru járnplötur af stað og girðingar losnuðu upp.

Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru að störfum og sinntu fjölmörgum útköllum fram eftir kvöldi.  Skemmdir voru ekki miklar í óveðrinu en bifreið skemmdist á bifreiðaplani við Dominós, þar sem lok á ruslagámi fauk upp og á bifreiðina.  Þá fauk bílskúrshurð af bílskúr í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024