Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Torkennilegir kassar á Hringbraut
Föstudagur 23. júlí 2004 kl. 20:16

Torkennilegir kassar á Hringbraut

Torkennilegir kassar sáust á Hringbrautinni nú undir kvöld. Þegar ljósmyndari Víkurfrétta varð kassana var þá tóku þeir að hreyfast. Í ljós kom að tveir ungir drengir léku sér að því að bregða ökumönnum og gangandi vegfarendum. Ljósmyndara Víkurfrétta var heldur brugðið en náði þó að halda sér á veginum. Þó svo að svona leikur sé bara til gamans gerður þá er aldrei að vita nema að einhverjum bregði um of.

VF-mynd/Símamynd Atli Már

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024