Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Torkennileg taska í rútuskýli á Keflavíkurflugvelli
Mánudagur 9. september 2002 kl. 14:59

Torkennileg taska í rútuskýli á Keflavíkurflugvelli

Mikill viðbúnaður var rétt áðan hjá herlögreglunni á Keflavíkurflugvelli og slökkviliði Keflavíkurflugvallar. Fjöldi slökkvibíla og lögreglubíla var í íbúðahverfinu sem liggur við veginn að aðalhliði Keflavíkurflugvallar. Samkvæmt upplýsingum Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa Varnarliðsins, fannst torkennileg taska í rútuskýli í hverfinu.Þegar hefur verið auglýst eftir eiganda töskunnar en á meðan hann gefur sig ekki fram verður viðhafður viðbúnaður.

VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024