Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Torfæruhjól á göngustígum
Föstudagur 14. júlí 2006 kl. 09:49

Torfæruhjól á göngustígum

Íbúar á Heiðarbóli og Norðurvöllum í Reykjanesbæ tilkynntu lögreglu í gærkvöld um fjóra pilta sem óku á torfærubifhjólum eftir  göngustígum á opna svæðinu millii þessara gatna. Við eftirgrennslan fundu lögreglumenn piltina á Helguvíkurvegi og var þeim veitt tiltal. Vegna athæfisins mega þeir eiga von á sektum. Slík hjól eru ekki ætluð til aksturs á vegum í almennri umferð og að sjálfsögðu ekki á göngustígum.

Um var að ræða fjóra pilta 16 og 17 ára og var forráðamönnum þeirra kunngjört um málið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024