TOPP 100 SKATTALISTINN FÆR MISJAFNAR UNDIRTEKTIR:
Skattalistar um allan bæTveir listar með nöfnum fjölmargra bæjarbúa og skattgreiðslum þeirra hafa gengið um bæinn í fax- og tölvupóstsendingum í kjölfar blaðagreina þeirra Kjartans Más Kjartanssonar og Jóhanns Geirdal. Viðbrögð fólks við sendingum þessum og greinunum hafa verið misjöfn.„Ég varð var við mikil viðbrögð, miklu meiri en ég hafði búist við. Á fyrstu þremur sólarhringunum eftir að greinarnar birtust hringdu í mig meira en 40 manns og lýstu skoðunum sínum á þessum málum. Flestir voru á því að þarna væru orð í tíma töluð og engum fannst að fólki vegið eða að þetta mætti liggja á milli hluta. Þessi sterku viðbrögð almennings segja mér að þörf er á alvöruumræðu um þessi mál“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks.- Hvað finnst þér um faxlistann?Ég minnist þess sem barn að hafa verið að selja skattskrána. Mér finnst skattamálin ekkert einkamál og væri fylgjandi því að skattskráin yrði gefin út á ný. Varðandi þá lista sem ganga þessa dagana á milli fólks verður að segja að ekki er hægt að ábyrgjast áræðanleika þeirra talna sem þar eru birtar.“„Ég fékk mjög jákvæð viðbrögð”, sagði Jóhann Geirdal. ,,Ég man ekki eftir að hafa gert neitt á opinberum vettvangi sem hefur kallað fram jafnmikil viðbrögð. Það byrjaði strax þegar blaðið kom út, margir hringdu og eins hefur fólk komið til mín og þakkað mér fyrir greinarnar og sagt að það hafi verið kominn tími til að vekja athygli á þessum málum og hvatt til áframhalds.”- Verður eitthvað framhald?,,Það verða ekki birt fleiri nöfn á næstunni, þar sem álagningarskrá liggur ekki lengur frammi. Hins vegar getur umræðan stöðugt haldið áfram á almennum nótum. Ég mun taka þráðinn upp að nýju í ágúst á næsta ári þegar álagningarskráin kemur út. Meginverkefnið er að finna láglaunahópana í samfélaginu og koma þeim til hjálpar svo við getum stuðlað að auknum jöfnuði.”- Hvað finnst þér um faxlistann sem gengur um bæinn?„Nafnlaus sending lista á milli aðila eru vinnubrögð sem ég myndi ekki vilja þekkjast að.Hluti málfrelsis er að fá að tjá sig undir nafni um menn og málefni en tal eða dreifing upplýsinga í skjóli nafnleyndar finnst mér ekki heiðarlegri umræðu til framdráttar.“