Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

TOPP 10 á VF: Sótti soninn til Slóvakíu
Laugardagur 2. janúar 2016 kl. 12:00

TOPP 10 á VF: Sótti soninn til Slóvakíu

– Tíu vinsælustu þræðir á vef Víkurfrétta 2015

„Ég var ekkert að fara að fá son minn aftur og sótti hann því til Slóvakíu,“ segir Ragnar Hafsteinsson, faðir úr Keflavík, búsettur í Noregi, sem undanfarnar vikur hefur barist fyrir því að endurheimta Adam, sex ára gamlan son sinn, heim frá Slóvakíu. Drengurinn fór í viku langa heimsókn til móður sinnar sem er búsett þar. Ragnar átti von á drengnum til baka sunnudaginn 11. október síðastliðinn en hann kom ekki. Eftir það heyrði Ragnar ekki frá móðurinni né gat náð í hana. Ragnar og móðir drengsins slitu sambandi sínu árið 2012 og var honum dæmt forræði árið 2014. „Ég hafði um þrennt að velja; að gleyma þessu bara eða fara í gegnum lagaferli sem gæti tekið 7 til 10 ár og óvíst að nokkuð komi út úr eða einfaldlega að sækja drenginn til Slóvakíu,“ segir hann.

Efnið er það 3. mest skoðaða á vef Víkurfrétta á árinu 2015.

SJÁ FRÉTTINA HÉR

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024