Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

TOPP 10 á VF: „Nú er komið nóg!“
Fimmtudagur 31. desember 2015 kl. 16:00

TOPP 10 á VF: „Nú er komið nóg!“

– Tíu vinsælustu þræðir á vef Víkurfrétta 2015

„Þessi sonur sitjandi bæjarfulltrúa er búinn að vaða yfir okkur úti um allt. Nú er komið nóg! Við höfum bara reynt að reka hér fyrirtæki á heiðarlegan hátt. Það er búið að stúta hérna rúðum fyrir okkur, ráðast á bílana okkar og gestanna okkar. Það er komið á vefsíður úti í heimi: Ekki gista á Hótel Keili því það er ekki hægt að vera þarna fyrir hávaða,“ segir Bryndís Þorsteinsdóttir, en hún og Ragnar Skúlason, eiginmaður hennar eru eigendur Hótels Keilis, sem staðsett er að Hafnargötu 37, hinum megin Hafnargötu í Reykjanesbæ, á móti skemmtistaðnum Paddy's. Hún segist afar ósátt við þá umræðu sem skapast hefur um eigendur hótelsins vegna framtíðar Paddy's.

Efnið er það 8. mest skoðaða á vef Víkurfrétta á árinu 2015.

SJÁ FRÉTTINA HÉR

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024